Hópur áhugasamra safnara tekur að ræða hugmyndir um stofnun sérstaks félags um mynt- og seðlasöfnun og auglýst er eftir einstaklingum sem vilja gerast aðilar að slíku félagi.


Þrjátíu safnarar eru boðaðir á sérstakan stofnfund í Norræna húsinu 19. janúar. Þar er Myntsafnarafélag Íslands stofnað og því gefið nafn. Helgi Jónsson kosinn fyrsti formaður MÍ. Í framhaldinu haldnir kynningar- og skiptifundir og verðlisti yfir mynt gefinn út.
MÍ kynnir félagið fyrir almenningi með þátttöku í sýningunni Við unga fólkið í Tónabæ. Fyrsti uppboðsfundur haldinn og félagið gengur í American Numismatic Association. Félagar orðnir 150 talsins á ársafmælinu.


MÍ heldur veglega sýningu í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands; fyrsta myntsýning sem haldin hefur verið á Íslandi.
Starfsemin komin í fremur fastar skorður. Haldnir eru mánaðarlegir skiptifundir og regluleg uppboð. Erlendur fyrirlesari fenginn til landsins.


Félagar orðnir 250 talsins.
Nýtt merki tekið í notkun. Fastir pistlar um myntsöfnun og málefni félagsins hefja göngu sína í Morgunblaðinu. Svokölluðum skiptiklúbb komið á laggirnar í húsnæði á Rauðarárstíg. MÍ heldur sýningu á seðlum og mynt í Hagaskóla, í samstarfi við Landssamband íslenzkra frímerkjasafnara.


Blað félagsins, Mynt, kemur út í fyrsta skipti, með fréttum af félagsstarfi, margvíslegum fróðleik og uppboðsskrá. Tveir félagsfundnir haldnir í mánuði, annars vegar klúbbfundur í Domus Medica og hins vegar uppboðsfundur í Templarahöllinni.
Félagar orðnir 350 talsins.


Fyrsti minnispeningur MÍ kemur út í tilefni af 10 ára afmæli félagsins. Efnt til afmælissýningar í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands.
MÍ heldur vel heppnaða myntsýningu og markað á Akureyri í samstarfi við félag frímerkjasafnara þar.


Myntsafnarafélag Íslands gerist aðili að Norræna myntsambandinu (Nordic Numismatic Union).
MÍ tekur þátt í NORDIA-frímerkjasýningunni í Laugardalshöll í fyrsta skipti.


Fyrsti safnararmarkaður MÍ haldinn í samstarfi við nokkur önnur félög safnara á Íslandi.
MÍ er í fyrsta skipti gestgjafi þings Norræna myntsambandsins. Tuttugu ára afmæli félagsins er fagnað með útgáfu minnispenings.


MÍ fær nýtt aðsetur í húsnæði Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara í Síðumúla 17 og hefur frá þeim tíma haft þar helstu bækistöðvar fyrir starfsemi sína.
MÍ stendur að röð fræðslufunda, 7-10 á ári, næstu misseri um margvísleg efni sem tengjast söfnun.


MÍ heldur mjög vel heppnaða sýningu í Hafnarborg. Aukin breidd í söfnun félagsmanna kemur þar vel í ljós.
MÍ fikrar sig inn í tölvuöld með því að opna heimasíðu á netinu.


MÍ heldur glæsilega sýningu í Norræna húsinu. Fjölbreytnin í fyrirrúmi og aðsókn mjög góð.
MÍ kemur sér upp facebook-síðu til að koma á framfæri tilkynningum og fréttum af hefðbundnu starfi.


MÍ heldur metnaðarfulla sýningu í sal Ferðafélags Íslands í tilefni ef 50 ára afmæli félagsins. Sýningin fær mikla umfjöllun og athygli og staðfestir að félagið er öflugur vettvangur safnara af öllu tagi.
Fjöldi félaga 289.


MÍ heldur mánaðarlega uppboðsfundi fyrir félagsmenn, tíu mánuði á ári, gefur út Mynt-blaðið og heldur tvo safnaramarkaði á ári, opna almenningi. Ný heimasíða tekin í notkun. Starfsemin er í traustum farvegi og faðmur félagsins breiður.